FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Hægt er að skreyta veggi og muni heimilisins á ódýran máta með límmiðum.
Skiltastöðin á Selfossi er með mikið úrval af límmiðum sem hægt er að setja á veggi og flest annað. Límmiðarnir eru sniðug lausn fyrir þá sem vilja breyta aðeins án mikillar fyrirhafnar og kostnaðar. Svo er líka bara hægt að taka þá af þegar maður verður leiður á þeim og breyta uppá nýtt.
Það er hægt að velja um hvaða liti eða letur sem er og ef fólk er með séróskir þá gera þau hvað þau geta til að verða við því. Sandblásturs filmur í glugga eru einnig vinsælar hjá þeim og sniðugt að nota það í staðinn fyrir gardínur.
Við í Motivo komum með hugmynd af þessum auðveldu aðventustjökum og Skiltastöðin útbjó límmiða sem voru síðan settir á kertastjakana.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig má útbúa slíka skreytingu.
Það sem til þarf: 4 x iittala kivi kertastjakar í þeim litum sem þið viljið nota. Kertahólkar fyrir standkerti helst sléttir undir. Einnig er hægt að nota þá sem eru með spjóti en þá þarf að saga eða klippa með töng spjótið af. Mosi, tyggjólím eða oasis lím, límmiðar með tölustöfum, 4 kerti.
Kertastjakarnir fást í Motivo, mosinn, oasis og kertastandar fást í Sjafnarblóm og límmiðarnir hjá Skiltastöðinni.
- Límið tölustafina á kertastjakana 1-4
- Setjið tyggjólím eða oasis lím undir kertahólkana og þrýstið þeim niður í botninn á kertastjökunum.
- Rífið mosann og setjð meðfram kertahólknum sem er í botninum. Það þarf aðeins að láta mosann ná rétt upp að brún kertastjakans.
- Setjið kertið ofan í kertahólkana og kveikið á kertunum í réttri röð.
Athugið að einnig er sniðugt að hafa bara þrjá stjaka og setja orðið JÓL á þá.
Allar upplýsingar um Skiltastöðina er hægt að fá hér.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá fullt af skemmtilegum hugmyndum frá þeim.