FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Myndaveggir hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér undanfarið. Það er hægt að búa til margt sniðugt með myndum og uppröðun á þeim.
Það lífgar svo mikið uppá heimilið þegar fjölskyldumyndir og myndir frá skemmtilegum augnablikum fá að prýða veggi heimilisins. Það gefur rýminu skemmtilegan og litríkan karakter.
Hægt er að raða myndum upp á fjölmarga vegu og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för. Skemmtilegt er að blanda veggtexta, ljósmyndum og málverkum saman sem mynda eina heild sem verður einskonar listaverk á veggnum.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá alls kyns útfærslur á myndaveggjum og samsetningum.
Ef ykkur vantar hugmyndir að veggskrauti þá má alltaf útbúa flott listaverk í ramma. Hægt er að klippa út fallegt veggfóður úr afgöngum, efni, servéttur, auglýsingar, texta og miklu fleira. Oft eru fallegar myndir í dagatölum og hef ég stundum geymt gömul dagatöl ef þau innihalda fallegar myndir og notað sem veggskraut. Þegar maður er sjálfur að útbúa myndir finnst mér fallegast að nota ramma með kartoni sem dregur myndina fram og hún verður meira pró. Veljið líka alltaf ramman eftir myndinni en ekki hvaða rammar passa saman á vegginn. Rammarnir þurfa alls ekki að vera eins og um að gera að hafa þá aðeins fjölbreytta. Einnig er sniðugt að hengja upp jólakortamyndir með fallegu límbandi eða washi tape og þannig er alltaf auðvelt að skipta út myndum og færa til án þess að það skilji eftir sig göt í veggnum.
Hérna er svo mjög flott hugmynd af DIY listaverki sem ég ætla klárlega að prófa á næstunni og mæli með að þið látið reyna á listahæfileika ykkar. Athugið að það má búa til hvers kyns skapalón eftir smekk hvers og eins.
Enn fleiri hugmyndir af því hvernig má skreyta veggina hjá sér má svo finna hér.
asta@fagurgerdi.is