FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Ég elska að finna nýtt notagildi út úr hlutum sem ég á heima hjá mér og er endalaust að breyta og prófa eitthvað nýtt.
Síðustu ár hef ég verið frekar veik fyrir Iittala vörunum og er alltaf að prófa mig áfram í að nota hlutina á óhefðbundinn hátt. Inni á baðherbergi nota ég t.d. vasa undir snyrtivörur og Kastehelmi kertastjakana undir eyrnapinna og bómul. Hugmyndina með vasann fékk ég hjá einni saumaklúbbssystur minni sem er afar smekkleg.
Í eldhúsinu nota ég kertastjaka undir salt og má endilega velja salt í fallegum litum því það bætir og kætir umhverfið og eldamennskuna. Ég er með vasa sem ég set ávexti í, t.d. lime, mandarínur, banana og bara það sem ég á til hverju sinni.

Aalvar alto vasi og kertastjaki, Kivi kertastjaki.
Um jólin gerði ég aðventukrans þar sem ég setti mosa í vasa og kerti og kom það mjög vel út. Mosann fékk ég í Sjafnarblóm ásamt kertastatífum sem ég stakk í mosann.

Kökudiskar eru nýtanlegir undir margt annað en kökur, allavega á mínu heimili þar sem ég er ekki færasta húsmóðirin í bænum. Á stofuborðinu er ég með naglalökkin mín á þessum fallega Kastehelmi kökudisk á fæti og það er einnig hægt að nýta hann undir margt annað ef maður bara leyfir ýmindunaraflinu að ráða.

Ég var lengi búin að hugsa um hvað ég gæti haft á eldhúsveggnum hjá mér því mig langaði ekki að hafa háf yfir eldavélinni. Að lokum datt ég niður á að hafa stóra mynd sem næstum þekur vegginn og gefur mjög flotta dýpt í eldhúsið.

Ég skora á ykkur að prófa eitthvað óhefðbundið með hlutum sem þið eigið heima hjá ykkur og þið megið svo endilega senda mér myndir af því á netfangið asta@motivo.is ég mun svo deila sniðugustu hugmyndunum á facebook síðu Motivo.
Í framhaldinu ætla ég svo að vera hér með pistla um allt sem mér finnst skemmtilegt og áhugavert svo endilega fylgist með.