FAGURGERÐI – LÍFSSTÍLL // Fyrir rúmu ári síðan uppgötvaði ég frábæra vefsíðu sem heitir Coursera.com.
Þar er hægt að taka alls kyns námskeið í því sem manni þykir áhugavert og það besta er að þáttaka er ókeypis. Coursera fræðslufyrirtækið er í samvinnu við fremstu háskóla og stofnanir í heimi.
Markmið þeirra er að bjóða upp á aðgang að heimsklassa menntun fyrir alla, sama hvar í heiminum þeir búa.
„We envision a future where everyone has access to a world-class education that has so far been available to a select few. We aim to empower people with education that will improve their lives, the lives of their families, and the communities they live in.“
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að kafa dýpra í efni á sínu sviði eða bara til að rifja upp. Þá er líka alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og þarna er nóg í boði, frá tónlist Bítlanna til félagsvísinda. Lengd námskeiða er breytileg en flest eru þau á bilinu 5-10 vikur.
EItt af markmiðum þessa árs hjá mér er að skrá mig í a.m.k. einn kúrs og næra hugann, sem er jú alltaf gott.
Þið getið fengið allar nánari upplýsingar á heimasíðu þeirra. Hér að neðan er líka myndband þar sem þið getið séð hvernig þetta virkar.