FAGURGERÐI – MATUR // Þessir bitar eru svo bragðgóðir að sumir eiga eflaust erfitt með trúa því að þeir séu líka SÚPER hollir.
Uppskriftin er auk þess sáraeinföld og maður er enga stund að skella í eina hræru.
Hráefni:
1 ½ bolli gróft haframjöl (ég nota glúteinlaust)
½ bolli möndlur
½ bolli kasjúhnetur
½ bolli graskersfræ
½ bolli döðlur
¼ bolli sólblómafræ
¼ bolli sesamfræ
2 msk hempfræ
2 msk chiafræ
½ bolli lífrænt hlynsíróp
1 bolli lífrænt hnetusmjör
Aðferð:
1. Blandið saman öllum þurrefnunum.
2. Saxið döðlurnar smátt niður og hrærið saman við þurrefnin.
3. Blandið hlynsírópinu saman við og hærið vel saman við með sleikju.
4. Hellið hnetusmjörinu út í og blandið vel með sleikju.
5. Setjið bökunarpappír í kassalaga form.
6. Hellið deiginu í formið. Dreifið úr því. Mér finnst best að nota gaffal til að stappa deiginu þétt niður í formið.
7. Skerið í deigið með beittum hníf og mótið þannig passalega stóra bita.
8. Setjið formið inn í ísskáp í klukkustund eða svo.
9. Athugið að bitarnir eru frekar mjúkir. Best er að geyma þá í lokuðum umbúðum og með bökunarpappír á milli (ef þið staflið þeim upp)
Njótið!
johanna@fagurgerdi.is