Sælumolar

FAGURGERÐI – MATUR // Þessir Sælumolar eru bæði einfaldir og fljótlegir. Já og líka ofsalega góðir.

Mórberin og gojiberin flokkast hvort tveggja undir ofurfæðu sem gerir það að verkum að súkkulaðið verður extra hollt.

Gojiber eru til að mynda sérlega próteinrík og innihalda mikið magn af andoxunarefnum, amínósýrum og meira en tuttugu nauðsynlegum vítamínum og steinefnum – þar á meðal A og C vítamín og járn.

Mórberin innihalda svo járn, magnesíum, C vítamín, resveratrol, prótein og trefjar.

Hráefni:
1/2 bolli kakósmjör
1/2 bolli raw kakó (eða bara lífrænt hreint kakó ef raw er ekki fáanlegt)
1/4 bolli kókospálmasykur
1 msk lucuma
1 tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt
1 bolli kókosflögur
1/2 bolli mórber
1/2 bolli gojiber

Aðferð:
1. Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði.
2. Setjið kakóið, kókospálmasykurinn, lucuma, vanilluna og sjávarsaltið saman í skál og blandið vel saman.
3. Þegar kakósmjörið hefur bráðnað að fullu, hellið því þá í skálina með þurrefnunum. Notið lítinn písk til að blanda öllu vel saman.
4. Myljið kókosflögurnar og setjið í skálina ásamt mórberjunum og gojiberjunum.
5. Notið tvær teskeiðar og setjið súkkulaðiblönduna í lítil sílíkonform (þið getið líka notað lítil muffinsform).
6. Setjið inn í frysti. Súkkulaðið er mjög fljótt að ná föstu formi svo að þið ættuð ekki að þurfa að bíða lengi þar til þið getið fengið ykkur mola.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinBúið að opna aftur
Næsta greinÁttu vinningstillöguna að endurgerð Laugavegar