FAGURGERÐI // Þar sem Valentínusardagurinn og konudagurinn nálgast óðfluga þá ákvað ég að fara á stúfana og finna hina fullkomnu gjöf fyrir hann eða hana.
Valentínusardagurinn er haldinn þann 14. febrúar á messudegi heilags Valentínusar og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Á þessum degi sendir maður sínum heittelskaða gjafir eða blóm og konfekt og er venjan að láta Valentínusarkort fylgja með. Hefðirnar eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hér á landi, þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda upp á Valentínusardaginn, hafa Bandarískir siðir verið teknir upp.
Konudagurinn er fyrsti dagur Góu, rétt eins og fyrsti dagurinn í Þorra er bóndadagurinn. Þennan dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna Góu sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Konu og bóndadagurinn eru sér íslenskir dagar og fór heiti þeirra að breiðast út eftir miðja 19. öld.
Það skemmtilega við þessa daga er að oft er það bara hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir mestu máli, hægt er gera og útbúa ýmislegt sem ekki kostar neitt nema hugmyndaflugið.
Yndislegir sokkar sem hlýja manni á köldum vetrarkvöldum fyrir hann og hana frá Kron by KronKron og Norse project kr. 4.900 / 3.900 fæst í Kronkron Fákaseli.
Stefnumót í krukku… ísbíltúr, út að borða, bíó og bara það sem ykkur dettur í hug. Hægt er að fá spíturnar í flestum apótekum og tómar krukkur í Nytjamarkaðnum eða í eldhússkápnum hjá mömmu.
Konfekt í uppáhalds kertastjakanum. iittala kastehelmi kertastjaki frá Motivo með konfekti kr. 2.490.
Print með fallegum orðum, ljóðum eða uppáhalds laginu. Hægt er að útbúa ýmsar myndir sem hægt er að prenta út og smella svo í fallegan ramma, á Wordle eða Tagxedo. Einnig er hægt að kaupa app sem útbýr myndir með orðum. Ég notaði app sem heitir Poetic til að gera þessar myndir.
Dekur í Riverside spa er eitthvað sem allir eiga skilið og er tilvalin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um. Gjafakort með aðgangi í baðstofu er á kr. 2.500 og er Riverside spa staðsett í Hótel Selfoss.
Hver elskar ekki blóm? Þú færð blómin og fallegar gjafapakkningar hjá stelpunum í Sjafnarblóm. Á Valentínusardaginn fylgir 2 fyrir 1 í Riverside spa.
Kort, nammi, kökur, kaffi og allt sem hugurinn girnist. Sjá fleiri hugmyndir hér.
Naglalakk eða gjafabréf fyrir þína uppáhalds skvísu er hægt að fá hjá Snyrtistofunni Evu sem er staðsett í Miðgarði. Ég er að elska þessa bláu og græntóna liti og naglalökkin frá Artdeco eru mjög endingargóð, kr. 1.700.
Æðislegar myndir sem fegra hvert heimili frá Stín ( Erna Kristín ) hægt er að panta og skoða úrvalið hér.
Svo hvet ég allar konur til að kaupa sér eitthvað fallegt og gefa sjálfri sér konudagsgjöf, það lífgar svo mikið uppá hversdagsleikann. Ég ætla að gefa sjálfri mér þessa mynd hér að neðan sem ég er búin að hugsa um síðan ég sá hana og er kona handa mér á Konudaginn.
(Mynd Stín ART)
Gleðilegan gjafadag hvort sem þið veljið Valentínusardaginn, Konudaginn eða bara bæði.
asta@fagurgerdi.is