Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann bíls á Selfossi um miðnætti í gærkvöld vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tveir menn voru með manninum í bílnum og reyndust ökumaðurinn og báðir farþegar hans hafa lítilræði af kannabis í fórum sínum, sem lögreglan lagði hald á.
Mennirnir voru yfirheyrðir og fengur síðan að ganga heim að skýrslutöku lokinni.