Um klukkan 4 aðfaranótt laugardags barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um æstan mann sem var að skemma bíl við Domino´s á Selfossi.
Maðurinn yfirgaf staðinn á bíl sem hann ók sjálfur. Lögreglumenn höfðu upp á honum nokkrum mínútum síðar á Eyravegi.
Í ljós kom að hann var undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og fluttur í lögreglustöð þar sem blóð var tekið frá honum til alkóhólrannsóknar.