Stefna bæjarstjórnar Árborgar er að lækka skuldir um 800 milljónir króna á næstu þremur árum og koma skuldahlutfalli undir lögbundin viðmið árið 2013.
Er þetta samkvæmt þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem lögð hefur verið fram.
Farið verður varlega í fjárfestingar og framkvæmdir en áfram reynt að selja eignir. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins hækki um 2% og ætlunin er að lækka fasteignaskatt í þrepum, niður í 0,275 árið 2014.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu