Ætla að planta fleiri trjám

Skógræktarfélag Selfoss fær bætur frá Sveitarfélaginu Árborg ef ræktunarsvæði félagsins í Hellisskógi verður skert.

Skrifað var undir nýjan samstarfssamning Skógræktarfélags Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar á dögunum.

Samningurinn kveður á um áframhaldandi rekstur félagsins á Hellisskógi og hvernig verður staðið að framtíðarræktun þar. Sú nýbreytni er á samningum að skógræktarfélagið fær nú bætur ef ræktunarsvæði félagsins verður skert, t.a.m. vegna vegalagningar eða annarra framkvæmda.

„Þetta þýðir að við verðum tilbúnir að rækta miklu meira á svæðinu ef við vitum að við fáum bætur vegna skerðingar,“ segir Björgvin Eggertsson formaður félagsins í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.

Fyrri greinLíkamsárás í Þorlákshöfn
Næsta greinTekist á um siglingaleyfi