Ætlar að þrauka veturinn

„Ætli ég reyni þá ekki að þrauka veturinn og sumarið og sjá svo til hvernig þróunin verður,“ sagði Agnar Bent Brynjólfsson kaupmaður í versluninni Borg í Grímsnesi…

…að afloknum fundi með sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, Vegagerðinni og fulltrúum Olís, vegna deilna um vegrið á veginum fyrir framan verslunina sem hamlar aðkomu að henni.

„Það varð niðurstaðan af þessum fundi að breyta aðkomunni á þá leið að hægt verður að beygja inn á planið (að versluninni) af veginum á sama stað og ekið er inn á hann,“ segir Agnar. Hann segir að einnig verði settar upp sérstakar merkingar um aðkomu að búðinni og í framhaldinu verði skoðaðar hvaða aðrir möguleikar séu fyrir hendi. „Þetta var aðeins til að létta af mér áhyggjum og ég hyggst skoða vandlega þróunina og hvernig til tekst, en svo sjáum við til með framhaldið,“ segir hann.

Agnar segist ánægður með þátt sveitarstjórnar sem hafi staðið við bakið á sér í viðræðum við Vegagerðina.

Fyrri greinAuðvelt hjá Þór í bikarnum
Næsta greinÚtgáfutónleikar Englajóla í dag