Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Veðurstofan gerir ráð fyrir SA 8-13 m/sek í dag og éljagangi sunnanlands.
Þæfingsfærð og éljagangur er í uppsveitum og víða á Suðurlandi og ófært er um Lyngdalsheiði.
Í nótt var þungfært víða og þurfti Lögreglan á Selfossi að aðstoða marga ökumenn eftir miðnætti í gær vegna snjóþunga en það snjóaði mikið í bænum í gærkvöldi.
Í dag er gert ráð fyrir suðlægum áttum og éljum, 8-15 syðst, en annars hægari. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á morgun, sunnudag, og mánudag verður vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og él.