ÞÁ bílar á Selfossi, sem rekur hópferðabíla, hefur eignast Eyraveg 51 á Selfossi sem áður hýsti Selós, en húsið varð eldi að bráð fyrir réttum þremur árum.
Að sögn Ásmundar Sigurðssonar, annars eigenda fyrirtækisins keypti ÞÁ bílar húsið af Íslandsbanka og kemst nú í eigið húsnæði í haust þegar framkvæmdum við það lýkur.
Að sögn Ásmundar verður alger endurnýjun á húsinu en útveggir hafa meðal annars verið hækkaðir. Húsið er 550 fermetrar að grunnfleti og segir Ásmundur mögulegt að hluti þess sem snýr að Eyrarveginum verði leigður út.