Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að setja þak á kostnaðarþátttöku bæjarins vegna farsímanotkunar starfsmanna.
Þannig þurfa starfsmenn sjálfir að greiða það sem fer „uppfyrir þakið“ um hver mánaðarmót.
Þakið á símareikningi bæjarstjóra verður 25 þúsund krónur en 15 þúsund krónur hjá sviðsstjórum og yfirmönnum stærri stofnana. Forstöðumenn hafa 8 þúsund króna þak og aðrir starfsmenn 5 þúsund króna þak.