Björgunarfélag Árborgar sinnti einu óveðursútkalli um miðjan dag í dag þegar þakskífur fóru að fjúka af tvílyftu kanadísku húsi í Tjarnarbyggð í Sandvíkurhreppi.
Hvassviðri hefur verið á Suðurlandi í dag og gengið á með éljum en hvassast var á Kálfhóli á Skeiðum kl. 15 í dag, 19 m/sek og mestu vindkviður 24 m/sek.