Þessa dagana eru iðnaðarmenn að gera við þakið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri.
Þakið hefur lekið nokkuð undanfarin ár og löngu kominn tími á viðgerðir að sögn Eyglóar Kristjánsdóttur, sveitarstjóra.
„Þetta hefur verið viðvarandi vandamál, sem jókst í gosinu, þar sem aska komst inn undir í þakglugga,“ segir Eygló.
Heimamenn vinna verkið en áætlaður kostnaður er um sjö milljónir króna í heildina tekið að sögn Eyglóar. „Þetta ætti að klárast á næstu vikum.“