Þarf að taka bílprófið aftur

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ungan ökumann, nýkominn með bílpróf, á 139 km hraða á Gaulverjabæjarvegi um klukkan 11 í morgun.

Ökuréttindi piltsins verða afturkölluð þar sem hann var kominn með fjóra punkta í ökuferilsskrána. Hann þarf nú að fara á sérstakt námskeið og taka bílprófið að nýju.

Auk þess fær hann tæplega 100 þúsund króna sekt.

Fyrri greinMargir leggja sig í Landeyjunum
Næsta greinSigrún yfirgefur þjónustumiðstöðina