"Það er eitthvað sem við getum verið virkilega stolt af sem þjóð, hvernig við stöndum á bak við hinsegin fólk," segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, en samtökin verða 35 ára í ár.
Hann segir þó að hinsegin fólk á Íslandi megi aldrei sofna á verðinum, jafnvel þótt staða þess sé góð. „Við verðum að halda fræðslunni áfram, halda umræðunni opinni og gangandi. Sagan hefur bara sýnt og kennt okkar það að um leið og maður sofnar á verðinum fara hjólin að snúast í hina áttina. Það er eitthvað sem hefur gerst í Evrópu. Fyrir um tíu árum var Amsterdam besta borgin fyrir hinsegin fólk að búa í, núna er hún sú hættulegasta,“ segir Árni sem vill að Íslendingar verði leiðandi í réttindum hinsegin fólks í heiminum.
Í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins segir Árni Grétar frá starfi sínu innan samtakanna, stöðu hinsegin fólks á Suðurlandi, störfum sínum í leikhúsinu og mörgu fleiru.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu