Stefnt er að því að ópera sem fjallar um líf og störf Ragnheiðar biskupsdóttur verði frumflutt í Skálholti næsta sumar. Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson og tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson hafa unnið að verkinu síðustu ár.
Nú er allt efni tilbúið og unnið að útsetningum. Þeir Gunnar og Friðrik hafa unnið saman áður, en Friðrik hefur samið texta við nokkur lög Gunnars.
Gunnar hafði gengið með þá hugmynd að gera óperu í nokkurn tíma og vildi vinna hana með Friðriki. „Það fannst mér afskaplega spennandi og vel boðið,“ segir Friðrik. Hugmyndin að segja sögu Ragnheiðar hafi honum líka þótt spennandi enda er það harmsaga með öllu sem því fylgir. „Þetta er okkar Rómeó og Júlía,“ segir Friðrik.
Friðrik Gunnar segir að þeir séu mátulega vongóðir um að óperan verði frumsýnd næsta sumar. Verkið sjálft sé tilbúið en að setja upp viðburð sem þennan sé kostnaðarsamt og nú leiti þeir styrkja til að fjármagna sýninguna.