„Tíðarfarið er hreinlega búið að vera dásamlegt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöfluubóndi í Þykkvabænum, í samtali við Sunnlenska.
Hann og aðrir kartöflubændur í nágrenni við hann hafa fengið mjög heppilegt tíðarfar allt frá því í vor og eiga að hans sögn von á uppskeru innan fárra daga.
„Það er alveg viku fyrr en oftast er og talsvert fyrr en í fyrra,“ segir Sigurbjartur. Þá kom fyrsta framleiðslan á markað í kringum 20. júlí, enda hafði verið fremur kalt vor og léleg gróðurtíð lengstan tíma sumars.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu