Þingmenn Suðurlands funda í dag með fulltrúum samgönguráðuneytisins og leita leiða til að fjármagna fleiri ferðir Herjólfs á dag milli Landeyjahafnar og Eyja.
Á kynningarfundi um Landeyjahöfn í Vestmannaeyjum í gær kom fram að til þess að hægt væri að bjóða upp á fjórar ferðir milli lands og Eyja allt árið þyrfti fjármagn upp á minnst 17-18 milljónir til viðbótar.
Fyrirhugað er að Herjólfur fari 4-5 ferðir á dag yfir sumartímann og 3-4 ferðir á dag yfir vetrartímann.