Kjördæmavika stendur nú yfir á Alþingi og heimsóttu þingmenn Suðurkjördæmis bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar í vikunni.
Fundað var í Ráðhúsi Árborgar með bæjarfulltrúum og fulltrúum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Auk þeirra var boðið til fundarins skólameistara FSu, framkvæmdastjóra HSu og fulltrúum Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.
Umræðan snerist að mestu um fjárlagafrumvarp ársins 2014 og einkum þá vankanta sem heimamenn sjá á tillögum í frumvarpinu.