Þjóðskrá lokar afgreiðslu og fækkar starfsfólki

Afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á Selfossi verður lokað um næstu mánaðamót. Þar starfa þrír starfsmenn, en einn lætur af störfum undir lok þessa mánaðar vegna starfsaldurs.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það á þessu stigi,“ sagði Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár aðspurður um hvort loka eigi starfstöð stofnunarinnar að fullu.

Þjóðskrá sinnir skráningu og mati fasteigna og brunabótamati og sinnir rannsóknum á fasteignamarkaðinum. Á Suðurlandi hefur meðal annars verið haldið utan um mat og skráningu þeirra þúsunda sumarhúsa sem eru í héraðinu.

„Það er vissulega minna umfang í málefnum er varða fasteignir á þessum tímum,“ segir Haukur.

Fyrri greinAllri mjólk pakkað á Selfossi
Næsta greinSorpsstöð Rangárvallasýslu fær áminningu