Sl. föstudag var lögreglu tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Fosslandi á Selfossi þar sem ýmsum munum var stolið, svosem fartölvu og skartgripum.
Íbúarnir höfðu farið í ferðalag í nokkra daga en við heimkomu urðu þeir þess varir að brotist hafði verið inn.
Lögreglumenn sem voru á vakt rannsökuðu vettvang sem leiddi af sér að grunur féll á ákveðinn einstakling. Hann var handtekinn eftir leit á Selfossi og gerð húsleit hjá honum þar sem hluti þýfisins fannst. Annað kom í leitirnar.
Við yfirheyrslu játaði maðurinn innbrotið og mun mál hans fara til saksóknara sem ákveður um saksókn.