Þjótandi ehf bauð lægst í langningu ljósleiðara í Ásahreppi en tilboð í verkið voru opnuð í síðustu viku.
Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á tæpar 54 milljónir króna og er aðeins 58% af kostnaðaráætlun en hún er rúmar 92,7 milljónir króna.
Fjögur önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið. ÍAV bauð rúmar 59,3 milljónir króna, Austfirskir verktakar hf tæpar 68,6 milljónir króna, Grafan ehf rúmlega 74,1 milljón króna og Ingileifur Jónsson ehf rúmlega 77,1 milljón króna.
Í verkinu felst að leggja 80 kílómetra ljósleiðaralögn inn á hvert heimili í Ásahreppi, ganga frá yfirborði, setja upp tengipunkt og dreifiskápa.
Lagningu ljósleiðarans á að vera lokið þann 30. október næstkomandi og eru áætluð verklok á verkinu í heild sinni þann 16. nóvember.