Þjótandi plægir niður háspennustrengi

Rarik hefur samið við Þjótanda ehf á Hellu um plægingu á þrífasa háspennustrengs frá Steinum undir Eyjafjöllum austur fyrir ána Klifanda.

Verkið var boðið út og var Þjótandi lægstbjóðandi.

Um er að ræða rúmlega 26 km lögn en verkið verður unnið frá byrjun ágúst fram í miðjan október. Einnig tilheyrir þessu verki plæging á 4,3 km háspennustreng frá aðveitustöð RARIK við Hrútafell að Skógum og plæging á háspennustreng frá Sólheimum að Pétursey, um 4 km og þrífasa strengur frá Sólheimum að Sólheimajökli, um 5,7 km.

Einnig er um að ræða samtals um 5 km af öðrum þrífasa strenglögnum. Tilheyrandi jarðskautslagnir og frágangur undirstaða fyrir jarðspennistöðvar er hluti verksins.

Rarik býður sveitarfélögum að leggja með strenglögnum ljósleiðara eða ljósleiðararör á kostnaðarverði.

Fyrri greinRafmagnstruflanir í Hveragerði
Næsta greinÁrborg í úrslitakeppnina – Ægir tapaði