Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar samþykkti samhljóða að umhverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 færu til Þallar í Reykholti sem er í eigu Ástu Rutar Sigurðardóttur og Sveins Kristinssonar.
Tíu ábendingar bárust til nefndarinnar um hugsanlega verðlaunahafa.
Þöll er efst í Reykholtshverfinu og er um 1 og 1/2 hektara lóð. Þar er einstaklega snyrtilegt og falleg umhirða.
Það er mjög skemmtilegt er að sjá hvernig þau Ásta Rut og Sveinn beita hrossunum inni á miðri lóð og láta þau hjálpa til við umhirðuna,“ segir Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir í Hrosshaga, formaður umhverfisnefndar sem veitt verðlaunin á sveitahátíðinni „Tvær úr tungunum“ um síðustu helgi.