Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður og bústjóri í Laugardælum, lést sl. föstudag, 20. júlí, 88 ára að aldri.
Þórarinn fæddist 26. júlí 1923, sonur hjónanna Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Kristjánsdóttur í Pétursey í Mýrdal. Að loknu búfræðiprófi frá Hvanneyri 1943 fékkst Þórarinn við margvísleg störf og rak um árabil viðgerðaverkstæði í Pétursey.
Þórarinn var bústjóri tilraunabúsins í Laugardælum frá stofnun þess 1952 til ársloka 1979. Hann sat í stjórn Verkstjórasambands Íslands frá 1963 til 1975. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga frá 1962-1992, þar af formaður frá 1966. Í Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1968-1992.
Þórarinn var alþingismaður frá 1974 til 1987 fyrir Framsóknarflokkinn. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1977-1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980-1983. Formaður Þingvallanefndar 1980-1988. Að auki voru honum falin fjölmörg önnur trúnaðarstörf í atvinnu- og félagsmálum. Fyrir störf að landverndar- og landbúnaðarmálum var Þórarinn sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ólöf I. Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Sigríður, Haraldur, Kristín og Ólafur Þór.