Þorbjörg Gísladóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Hún var valin úr hópi átta umsækjenda.
Morgunblaðið greinir frá þessu.
Staða sveitarstjóra var auglýst í tvígang eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og rann umsóknarfrestur út þann 15. júlí.
Þorbjörg er viðskiptalögfræðingur að mennt og tekur við stöðu sveitarstjóra af Ásgeiri Magnússyni.