Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi knattspyrnumaður, hefur verið að heimsækja 10. bekkinga á Íslandi og flytja fyrirlestur sem hann kallar "Láttu drauminn rætast”.
Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Þorgrímur segir nokkrar sögur því til stuðnings og sýndi líka myndbönd í lok fyrirlestrarins.
Þennan fyrirlestur flytur Þorgrímur nemendum út um allt land, en Bónus og Hagkaup styrkja verkefnið, þannig að fyrirlesturinn er nemendum og skólum að kostnaðarlausu.
Þorgrímur er þegar búinn að heimsækja 10. bekkingana á Eyrarbakka. Hann fer í Sunnulækjarskóla mánudaginn 7. apríl og í Vallaskóla 23. apríl.
Þetta kemur fram í Netfréttabréfi forvarnarhóps Árborgar.