Þorkell nýr formaður NFSu

Í síðustu viku voru kosningar til nemendaráðs Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands en úrslit voru kynnt á kosningavöku á Frón að kvöldi kjördags.

Þorkell Ingi Sigurðsson er nýr formaður nemendaráðs en varaformaður er Elsa Margrét Jónasdóttir og gjaldkeri Unnar Magnússon.

Með þeim í nemendaráði eru:

Formaður íþróttaráðs – Jökull Hermannsson

Formaður ritráðs – Harpa Hlíf Guðjónsdóttir

Formaður leikráðs – Elísa Dagmar Björgvinsdóttir

Formaður skemmtinefndar – Birta Sólveig Söring

Formaður málfundafélagsins – Jóhann Karl

Formaður tækniráðs – Arnór Daði Jónsson

Markaðsstjóri – Jóhann Halldór Pálsson

Vefstjóri – Elvar Guðberg Eiríksson

Fyrri greinUm 1.000 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum á Selfossi
Næsta greinÁrborg fór illa með Kóngana