Þorlákshöfn í 4G samband hjá Símanum

Þorlákshöfn er komið í 4G samband hjá Símanum en 4G farsímanet Símans nær nú til 82,5% landsmanna og hefur vaxið hratt síðustu mánuði.

Ásamt Þorlákshöfn var meðal annars sett upp 4G samband á Flúðum fyrir páska. Síminn byggir upp farsímanet sitt með sænska fjarskiptarisanum Ericsson.

Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að öflugri uppbyggingu á sjó. 4G langdrægt Símans verður sett upp á næstu átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið frá því sem nú er fyrir sjófarendur.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans segir að uppbygging 4G kerfis Símans sé á fleygiferð. „Á örfáum mánuðum hafa fjölmargir staðir bæst bæst við. Það er mjög ánægjulegt að íbúar og gestir Þorlákshafnar geti nú notið þess besta sem farsímakerfi býður upp á.“

Fyrri greinGrunnskólinn í Hveragerði keppir í úrslitum Skólahreysti
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut