Þorsteinn ráðinn til Markaðsstofunnar

Þorsteinn G. Hilmarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdarstjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands.

Þorsteinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands ásamt B.Sc gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík.

Hann hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum en hann hefur starfað sem markaðsstjóri í 15 ár. Þá hefur hann reynslu af eigin rekstri.

Hjá Markaðsstofunni mun Þorsteinn sinna m.a. samskiptum við hagsmunaaðila, ráðgjöf á sviði markaðs- og ferðamála, verkefnastjórn, markaðs- og kynningarmálum ásamt fjölmiðlafyrirspurnum.

Þorsteinn hóf störf þann 1. september sl.

Fyrri greinNýr landshluta-bæklingur fyrir Suðurland
Næsta greinUngur karlmaður lést