Þorsteinn sækir um þjóðskjalavörðinn

Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður á Selfossi, er í hópi níu umsækjenda um stöðu þjóðskjalavarðar Þjóðskjalasafns Íslands.

Umsækjendur eru:

Ásgerður Kjartansdóttir, ráðgjafi,

Brynja Björk Birgisdóttir, sérfræðingur,

Einar Hreinsson, sérfræðingur,

Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður,

Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður,

Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður,

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri,

Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður og

Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. nóvember nk., að fenginni umsögn stjórnarnefndar safnsins.

Fyrri greinHeita vatnið í Árborg hækkar
Næsta greinStal rafmagni til fíkniefnaræktunar