Þremur félagsmálastjórum sagt upp

Öll sveitarfélög í Árnessýslu utan Árborgar hyggjast sameinast um yfirstjórn félagsþjónustu og ráða einn sameiginlegan félagsmálastjóra.

Þetta þýðir að öllum félagsmálastjórum á svæðinu verður sagt upp 1. maí með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Þá verður þremur velferðarnefndum skotið saman í eina. Undirbúningur að sameiningunni hefur staðið yfir í nokkra mánuði en tilgangurinn er að samræma reglur og auka faglegt samstarf auk þess að ná fram sparnaði.

Fyrri greinLögðu hald á 20 kannabisplöntur
Næsta greinEkkert ferðafæri á hálendinu