Framkvæmdir við Suðurstrandarveg, á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eru nú á fullu skriði og ganga mjög vel.
Eins og staðan er núna eru horfur á að vestfirski verktakinn KNH verði töluvert á undan áætlun með Suðurstrandarveginn.
Samkvæmt verksamningi á KNH að ljúka við áfangann frá Selvogi og niður að Herdísarvík í september og er allt útlit fyrir að hann klári það og hugsanlega 3 km til viðbótar til vesturs. Ekki átti að ganga frá þessum viðbótarkílómetrum fyrr en á næsta ári.
Stefnt er að útboði á síðasta áfanga Suðurstrandarvegar frá Krýsuvíkurvegi að Ísólfsskála í haust.