Snjómokstursbílar hurfu frá mokstri á Hellisheiði um klukkan hálftíu í morgun. Veðrið er vonlaust til slíkra framkvæmda.
Heldur hefur bætt í veðrið en búið er að opna fyrir umferð á Sandskeiði og unnið að mokstri í Þrengslum en þar er þæfingsfærð og stórhríð.
Lesandi sem hafði samband við sunnlenska.is sagði að Þrengslin væru fær vel búnum bílum en algjör blindhríð væri á Sandskeiðinu. Almenningur ætti ekkert erindi yfir þennan fjallveg eins og aðstæðurnar eru núna. Það væru líka fáir á ferðinni og helst flutningabílar eða vel búnir jeppar.