Þrettán umsækjendur eru um starf varðstjóra sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem auglýst var á dögunum.
Umsækjendurnir eru:
Atli Már Markússon, hjúkrunarfræðingur, sjúkraflutningamaður.
Ármann Höskuldsson, lögreglu- og sjúkraflutningamaður.
Brynjar Þór Heiðarsson, rafvirki, sjúkraflutningamaður.
Gunnlaugur Þór Kristjánsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður.
Hermann Marinó Maggýjarson, bifreiðasmiður, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Hrönn Arnardóttir, sjúkraliði,sjúkraflutningamaður.
Höskuldur Sverrir Friðriksson, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir.
Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Rafal Marcin Figlarski, verkamaður, sjúkraflutningamaður.
Soffía Rúna Lúðvíksdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraflutningamaður.
Stefán Pétursson, skipstjóri, sjúkraflutningamaður.
Steinar Rafn Garðarsson, slökkviliðsmaður.
Þórir Tryggvason, rafvirki, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Umsóknarfrestur rann út 16. febrúar síðastliðinn og verður ráðið í stöðuna á næstu vikum.