Þrettán ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í síðustu viku. Sá sem ók hraðast var 17 ára piltur á 150 km hraða.
Hann mun eiga von á ökuleyfissviptingu í kjölfar þessa.
Alls voru bókuð 55 mál hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku. Tvö slys urðu í vikunni þar sem kona slasaðist á höfði við Gígjökul og sama dag handleggsbrotnaði kona við Skógafoss. Hún var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi til aðhlynningar með sjúkrabifreið sem kom frá Vík í Mýrdal.
Nú er þorra lokið og fóru síðustu þorrablótin í umdæminu fram um síðustu helgi. Lögreglan segir að öll þorrablótin í umdæminu hafi farið mjög vel fram, en þau voru mörg og víða í umdæminu.