Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði í kvöld. Verðurútlit er gott og því mun auglýst dagskrá halda sér.
Farin verður blysför frá Tryggvaskála kl. 20 og gengið að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa við Engjaveg. Þar verður kveikt í þrettándabálkesti.
Síðan verður glæsileg flugeldasýning sem Ungmennafélag Selfoss og Björgunarfélag Árborgar standa fyrir.
Á þrettándagleðina munu mæta álfar og tröll og að sjálfsögðu jólasveinarnir sem síðan halda til síns heima þ.e. upp í Ingólfsfjall.