Þriðji hluti pílagrímagöngunnar „Strandarkirkja heim í Skálholt“ verður gengin sunnudaginn 25. júní. Þá verður farið frá Eyrarbakkakirkju og gengið í Hraungerðiskirkju í Flóa.
Brottför með rútu frá Hraungerðiskirkju kl. 9:30 og ekið að upphafsstað göngunnar sem er Eyrarbakkakirkja en þar mun sóknarpresturinn sr. Kristján Björnsson blessa hópinn af stað.
Leiðin liggur síðan upp með Ölfusá í Guðs fríu náttúru meðan hugsað er um lífið. Komið er við í Selfosskirkju og þaðan er ferðinni heitið í Hraungerði. Leiðin telst vera rúmir 20 km.
Fararstjórar eru sr. Axel Á. Njarðvík og sr. Eiríkur Jóhannsson.
Sjá.