Þrír göngumenn slösuðu sig í umdæminu lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Einn braut ökkla í Skaftafellsfjöllum í Öræfum þar sem hann var á gangi skammt frá sumarbústað sínum.
Annar braut ökkla á göngu sinni í Reykjadal og sá þriðji hlaut svipaða áverka af göngu sinni við Fjallsárlón.
Þá slösuðust þrír hestamenn í vikunni, einn við útreiðar á Rangárvöllum, annar í uppsveitum Árnessýslu og sá þriðji í Ölfusi.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi slasaðist enginn þeirra alvarlega, eftir því sem best er vitað.