Þrír nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá Hveragerðisbæ. Ásta Camilla, landslagsarkitekt, Elínborg, viðburðastjórnandi og Guðrún Rósa, skrúðgarðyrkjufræðingur.
Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt mun nú í annað sinn gegna starfi sýningarstjóra á Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ. Undir hennar stjórn tókst sýningin afar vel í fyrra og er ekki að heyra annað en að vilji standi til að gera enn betur í ár.
Til aðstoðar við sýningarhaldið verður Elínborg Ólafsdóttir en hún er lærður viðburðastjórnandi. Elínborg mun sjá um allt utanumhald vegna sölubása með líkum hætti og hún gerði í fyrra.
Til að sjá síðan um að bærinn skarti sínu fegursta í sumar hefur Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, skrúðgarðyrkjufræðingur, verið ráðin til starfa.
Allar hafa þær þegar hafið störf en um tímabundnar ráðningar er í öllum tilfellum að ræða.