Miklar breytingar hafa verið á starfsliði Atvinnuþróunarfélags Suðurlands upp á síðkastið en þrír starfsmenn eru að hætta störfum hjá félaginu. Starfsemi þess mun sameinast Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá næstu áramótum.
Steingerður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins hætti sem framkvæmdastjóri í fullu starfi um síðustu mánaðarmót. Hún mun sinna starfi framkvæmdastjóra í hlutastarfi til áramóta þegar hún mun hætta öllum störfum fyrir félagið. Steingerður hefur starfað hjá félaginu í rúm 7 ár, lengst sem verkefnastjóri og ráðgjafi en frá 1. apríl 2012 hefur hún sinnt störfum framkvæmdastjóra. Starfsstöð Steingerðar hefur verið á Selfossi.
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, hætti um síðustu mánaðarmót störfum fyrir félagið. Bjarni hefur starfað hjá félaginu í eitt og hálft ár. Starfsstöð Bjarna hefur verið á Selfossi.
Hrafn Sævaldsson, mun um áramótin hætta störfum fyrir félagið. Hrafn hefur starfað hjá félaginu í tæp 7 ár. Starfsstöð Hrafns hefur verið í Vestmannaeyjum.
Fyrir þessar breytingar voru fjórir starfsmenn hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands en sá fjórði er Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi á Selfossi, og mun hann starfa áfram hjá SASS.