Þrjú minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi og í nótt.
Um klukkan hálf níu í gærkvöldi ók maður á brunahana á Selfossi. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og ók á hanann. Litlar skemmdir urðu á bílnum.
Þá fór bíll útaf Eyrarbakkavegi við Stekka um kl. 22:30. Engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á bílnum.
Klukkan þrjú í nótt ók maður út af Biskupstungnabraut. Hann slapp við meiðsli en bíllinn skemmdist lítilsháttar.
Hálka og slæm færð var í umdæmi Selfosslögreglunnar í gærkvöldi og nótt.