Fimm manns voru í bíl sem valt við Laugarvatn laust eftir klukkan fjögur í dag. Allir voru fluttir á slysadeild á Selfossi en meiðsli fólksins voru minniháttar.
Hálka var á vettvangi og missti ökumaður bílsins stjórn á honum á hálum veginum. Bíllinn er mikið skemmdur.
Þá ultu tveir bílar í Hveradalabrekkunni um miðjan dag í dag. Þar var slæm færð, krapi og hálka. Engin slys urðu á fólki og bílarnir skemmdust lítið.