Þrjár bílveltur í Rangárþingi

Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í dag. Ekki urðu teljandi meiðsli á fólki en tveir bílanna eru mikið skemmdir.

Mikil hálka var á Suðurlandsvegi fram eftir degi og eru tildrög tveggja slysanna rakin til hálku. Þau urðu bæði um kl. átta í morgun. Þriðja veltan varð um kl. 18 í kvöld á auðum vegi. Ekki er vitað um tildrög þess slyss.

Tveir bílanna ultu á Suðurlandsvegi milli Hvolsvallar og Hellu en sá þriðji við Brekkur rétt vestan við Rauðalæk. Ökumenn voru einir í öllum bílunum.

Fyrri greinNúmi Snær varði titilinn
Næsta greinFljúgandi trampólín á Selfossi