Þrjár forsíður á Sunnlenska

Rétt í þann mund sem Sunnlenska fréttablaðið var að fara í prentvélina í hádeginu í dag bárust fréttir um það að eldur hafði komið upp í verksmiðju SET.

Prentvélin var því stöðvuð og Sigmundur Sigurgeirsson, ritstjóri, fylgdist með slökkvistarfinu á vettvangi brunans í allan dag.

„Þegar útkallið kom var forsíða blaðsins tilbúin, en ég fór síðan út tók myndir og kláraðifrétt undir fyrirsögninni „Stórbruni í Set“. Þá hönnuðum við nýja forsíðu með þeirri frétt.

Þegar eldurinn færði sig yfir á 800Bar fór ég aftur út og þurfti að endurskrifa fréttina og fyrirsögnina í kjölfarið og birta nýja mynd,“ sagði Sigmundur í samtali við sunnlenska.is.

Blaðið fór að lokum í prentun kl. 17 og dreifing þess hófst um kl. 19:30. Það ætti því að vera að detta inn um bréfalúguna hjá áskrifendum þessa stundina og dreifingin heldur áfram á morgun.

Meðal efnis í Sunnlenska í þessari viku:
Sagt frá 1200 fm viðbyggingu við Kerhólsskóla í Grímsnesi sem mun kosta ca. 350 milljónir.

Þá er frétt um dómsmál í Skaftárhreppi þar sem hreppurinn þarf að greiða fyrrum hjúkrunarforstjóra sex milljónir í laun vegna slita á ráðningarsambandi.

Deilur um byggingu líkamsræktaraðstöðu á Hvolsvelli.

Greint frá nýrri skýrslu um áhrif Þjórsárvirkjana á fiskistofna þar sem afföll seiða eru talin minni en 5 prósent.

Opnuviðtal við Kristján Runólfsson safnara og vísnasmið í Hveragerði.

Og fleira og fleira…

Fyrri greinHamarskonur fallnar
Næsta greinBergsteinn í Set: Stoltur af starfsfólkinu