Það ætti að skýrast innan skamms hver verður valinn til að taka að sér rekstur á Hótel Hlíð í Ölfusi.
Byr leysti til sín hótelið á nauðungaruppboði í nóvember síðastliðnum en eigandi þess var félagið Vör ehf. sem var í eigu fjárfestisins Guðmundar A. Birgissonar, oft kenndur við Núpa. Á hótelinu hvíldu nokkur hundruð milljónir króna.
Yfir 30 aðilar föluðust eftir því að taka við rekstrinum en sá hópur hefur verið minnkaður niður í 3 eða 4 aðila samkvæmt heimildum Sunnlenska.
Er gert ráð fyrir að það skýrist innan skamms hver tekur við. Undanfarin fimm ár hefur Sigurður Tryggvason veitingamaður rekið hótelið með samning við fyrri eigendur. Sigurður rekur hótelið sem stendur og hann er einn af þeim sem boðið hafa í reksturinn.